Engin takmörk fyrir tæknivæddu Kerhrauni – Takk fyrir komuna í Kerhraun

Það má eiginlega segja að það séu lítil sem engin takmörk fyrir því hvað gert er fyrir okkur fólkið í Kerhrauni, allt gert til að auðvelda okkur aðkomu og brottför, ný tækni tekin í notkun og í þetta skiptið er það viðkomandi rafmagnshliðinu.

Eins og allir vita þá eru tveir möguleikar á að nota hliðið, með GSM og fjarstýringu, á þetta við bæði þegar komið er og farið.

Nú hefur formaðurinn séð til þess að ekki þurfi að nota hjálpartól nema þegar við viljum komast inn.

Frá og með deginum í dag 11. október 2012 mun hliðið opnast sjálfkrafa þegar farið er út af svæðinu, er það von stjórnar að þið gleðjist yfir þessu framtaki og kerfið muni virka um aldur og ævi.

Vinsamlegast LULLIÐ hægt um gleðinnar hlið fyrstu dagana á meðan við erum að læra á gripinn og til þess að vera alveg viss um að þetta virki…))

            .
KEYRA ÞARF NÁLÆGT HLIÐINU TIL ÞESS AÐ ÞAÐ OPNIST

 

Grafið fyrir lúppunni

Lúppa komin í

lagt að hliði og tengt::))