Enn fjölgar þeim sem fá hitaveitu í hús sín

Það er alveg óhætt að segja frá því núna að Rut og Smári voru í þeim hópi sem ætluðu að taka inn hitaveituna þann 12. september sl. en af einhverri óskiljanlegri ástæðu var píparinn ekki alveg búinn með sitt verk, blóðþrýstingur var frekar hár á Sléttuni um tíma en í dag brosa þau sínu fegursta

Um síðustu helgi 2. október varð svo draumurinn að veruleika að hálfu leiti en þau fengu þá hitann á ofnana en þegar þessi orð eru rituð er neysluvatnið komið á.
.