Bóndadagur – Til hamningju með daginn strákar mínir

Í dag er Bóndadagur svokallaður eða fyrsti dagur Þorra, en hann á sér langa sögu sem hefur ekkert með kaup á gjöfum að gera heldur á hann meira sammerkt með „ritúölum“ til að vingast við náttúruöflin.

Það er „skylda bænda“ „að fagna þorra” eða „bjóða honum í garð” með því að fara fyrstir á fætur allra manna á bænum þann morgun sem þorri gengur í garð. Eiga þeir að fara ofan og út í skyrtunni einni, vera bæði berlæraðir og berfættir, en fara í aðra brókarskálmina og láta hina svo lafa eða draga hana á eftir sér á öðrum fæti, ganga svo til dyra, ljúka upp bæjarhurðinni, hoppa á öðrum fæti í kringum allan bæinn, draga eftir sér brókina á hinum og bjóða þorra velkominn í garð eða til húsa. Síðan eiga þeir að halda öðrum bændum úr byggðarlaginu veislu fyrsta þorradag. Þetta heitir „að fagna þorra“ skv. þjóðsögum Jóns Árnasonar.

Hvað gert var hér áður fyrr er ekki málið, heldur að allir herramenn Kerhraunsins fái innilegar óskir í tilefni dagsins og ósk um að stjanað verði við þá.


.
Svona vorið þið nú allir strákar mínir fyrir nokkrum árum