Áríðandi að allir séu meðvitaðir um hvernig á að nota ruslagáminn í Kerhrauni

Eftir fund sem haldinn var með GOGG þykir rétt að árétta hvernig á að nota gáminn og ítreka að fólk hafi í huga hverju það hendir í gáminn og hvað það er sem EKKI má henda í hann.

Ástæða þess að þetta var til umræðu á fundinum var sú að við höfum kvartað yfir að gámurinn sé of sjaldan tæmdur og sveitarstjóri mun láta losa hann núna.

Eingöngu á að láta heimilissorp í gáminn, það hefur komið fyrir einhverstaðar þar sem svona gámar eru inn á sumarhúsasvæðum að annað en heimilissorp er sett í gámana, sekt við því er upp á 150.000 kr. og hefur GOGG lent í að þurfa að borga til Sorpu þessa fjárhæð, því er sá möguleiki fyrir hendi að ef þetta lagast ekki verði hætt að skaffa gáma inn á sumarhúsasvæðin sem væri hið versta mál.

Við höfum staðið okkur vel en auðvitað hefur komið upp svona staða hjá okkur sem við höfum náð að bjarga áður en í óefni er komið.

NÚ HÖLDUM VIÐ ÁFRAM AÐ VERA FREMST Í FLOKKI MEÐ FLOKKUN RUSLS.