Árið 2013 er komið – Verður það ár væntinga og framkvæmda í Kerhrauni ?

Nú þegar nýja árið er gengið í garð þá fer hugurinn á flug, áramótaheitið/in sem maður ætlar sér að efna í þetta skiptið verða að takast en nú er lika kominn tími á nýjar vonir og væntingar.

Það styttist í aðalfund félgsins þar sem ákvarðanir eru teknar um stjórnarsetu og framkvæmdir ársins, nýir eigendur hafa bæst í hóp Kerhraunara og gaman verður að sjá hvað þeir ætla sér að gera á lóðum sínum.

Fréttaritari Kerhraunsins var erlendis yfir jól og áramót og stóð sig því ekki sem best í fréttafluttningi.

Samkvæmt öruggum fréttum þá voru ekki margir í húsum sínum yfir jól eða áramót þrátt fyrir að veður hafi verið gott miðað við árstíma, að vanda var fjör hjá Sóley og Gunna eins og meðfylgjandi myndir sína.


.

.