Áramótin marka svo sannarlega tímamót – GLEÐILEGT ÁR

.

Áramótin marka tímamót. Þau eru endapunktur á tímaskeiði og við lítum um öxl. Við spyrjum okkur, Var síðasta ár gott ár?  Það fer auðvitað talsvert eftir því hver er spurður og það getur líka farið eftir því á hvaða sjónarhóli hann stendur þegar hann svarar. Sami einstaklingur getur þannig líklega svarað spurningunni á fleiri en einn veg – allt eftir því við hvað hann miðar.

Við skulum ganga til móts við nýtt ár með jákvæðu hugarfari – huga að velferð þeirra sem standa okkur næst – án þess að gleyma þeim sem eiga um sárt að binda vegna bágra kjara, heilsubrests eða ástvinamissis. Þeir þurfa á okkur að halda.

Eigið ánægjuleg áramót kæru Kerhraunarar.