Allt að gerast í Kerhrauni, nú skiptir hluta veganna um lit – framkvæmdir hafnar

Undur og stórmerki gerðust í dag, miðvikudaginn 6. júní 2012 en þá var byrjað að keyra í vegina, í þetta sinn verður sett annað efni en vanalega og koma margir til með að sakna fallega rauða litsins sem við öll féllum fyrir þegar við ákváðum að eyða hluta lífsins okkar í Kerhrauni, af rauðamöl er mikil rykmengun og hún berst svo auðvelda inn í húsin okkar að tilfinningarnar verða blendnar og því flokkast þetta undir „Haltu mér, slepptu mér“

Verkinu verður lokið seinnipart næstu viku ef allt fer eins og upp var lagt með.

Nú geta allir farið að hlakka til að keyra á nýrri fallegri ryklítilli grárri möl, en endilega munið að fara vel með vegina og keyra á hæfilegum hraða, afar gætilega og ekki síst að láta ykkur vita að það geta kannski orðið smá tafir meðan mölinni er sturtað á veginn en við erum ýmsu vön og tökum þessu með mikilli ró að vanda Kerhraunara.

 

.
Svona er nú gott að hafa myndavél – ferðirnar taldar í ár..)))