Helgin er senn á enda, enn og aftur skartaði veðrið sínu fegursta sérstaklega á laugardeginum enda var nánast verið í hverju húsi og það sást til fólks í berjamó. Til gamans má geta þess að 3 lóðir (2 hús og 1 lóð) hafa verið seld nýlega, allt þetta fólk var á svæðinu um helgina og eru þau boðin velkomin í hóp Kerhraunara.
Það er mjög leiðinlegt að skrifa þegar kvartanir berast og stjórn beðin að taka á málinu, í þetta sinn er það aksturlag örfárra ökumanna sem keyra um svæðið, en eins og við öll vitum þegar mikið ryk er á vegum þá er eitthvað það versta sem fólk gerir þegar það sest upp í bílinn er „AÐ KEYRA AF STAÐ EINS OG INNANBORÐS SÉ KONA Í BARNSNAUГ, allt hverfur í rykmekki og ökumaðurinn horfinn út í buskann.
Ökumenn! Þetta þýðir ekki að framvegis þurfið þið að gleyma þriðja, fjórða og fimmta gírnum á bílnum ykkar, bara ekki nota þá innan svæðisins – Hraður akstur gerir líka vegina að þvottabretti.
Það eru tilmæli til allra ökumanna að hafa það hugfast að þetta er frístundabyggð, börn að leik, fólk á pöllunum við hús sín og fólk á göngu. Innan svæðisins á að aka miðað við aðstæður eða á 30 km hraða og munum að við erum þarna til að slappa af.