Aðalfundardagur hefur verið ákveðinn 24. mars 2011

Aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudaginn 24. mars nk. og verður að þessu sinni í fundarsal Knattspyrnufélagsins Vals í Hlíðarenda.

Aðalfundardagskrá verður sett á heimasíðuna í byrjun mars og önnur aðalfundargögn verða á innraneti.

Fundartími verður ákveðinn á næsta stjórnarfundi, verður sennilega 19:30.

Nú þarf að taka þennan dag frá og mæta, því þitt álit og þitt atkvæði skiptir máli.