Kerhraun

Þorrablót 19. febrúar 2011 – Annar hluti

Rúmlega 19:30 var kominn tími til að fara á vit ævintýranna sem voru framundan, Sóley, Gunni, Rut, Smári og Guðrún lögðu því af stað með þorramatinn sem leið lá heiman frá Smára og Rut, alla leið heim til Garðars en það munu vera ca 150 metrar og að mati Smára dugði ekki minni bíll en 4 x 4 til að tryggja hámarks árangur. Guðrún var þó eitthvað stygg og lagði í hann á tveimur jafnfljótum enda harðákveðin í að líta á þetta sem keppni alveg eins og vísnakeppni og skeiðaði í hlaðið rétt um einum metra á undan bílnum og sögðu menn sem til hennar þekkja að hún væri þá þegar komin í sigurvímu.

Sjálf Þorrablótnsdrottningin hafði sem fyrr hugsað fyrir öllu, um leið og hún mætti á staðinn þá færði hún eiginkonu Garðars, frú Gestrúnu forláta design armhólka sem voru hannaðir og prjónaðir af mömmu Sóleyjar.
.

.
Héðan í frá er þessi svipur nefndur „Armhólkasvipur“
.

Ekki leið á löngu þar til gestir kvöldsins fóra að tínast á staðinn, allir með þær væntingar að kvöldið yrði sem ánægjulegast í alla staði enda margir að hittast í fyrsta sinn og því ekki á vísan að róa. Senn kominn tími til að hefja formlega dagskrá.

 .

.
Stjórnamenn höfðu tekið að sér að selja „Beat the body with goji“  fyrir formanninn og höfðu þeir nú ekki gert sér neinar sérstakar vonir um að hægt yrði að koma drykknum út en lifðu þó í voninni að verðið myndi laða að kaupendur enda einstakt verð í boði, aðeins kr. 1.900 flaskan og 1 flaska í kaupbæti. Um leið og salan hófst sýndi það sig að það á aldrei að ákveða neitt fyrirfram, eins og hendi væri veifað þá var allt selt og fengu færri en vildu.

 .

.
Gjaldkeri mun afhenda formanni hans hlut í sölunni af „Beat the body with goji“, sem mun ekki verða mjög mikill því sölulaun stjórnarmanna eru ansi drjúg, enda um kvöldvinnu að ræða.
.
.
Hjónakornin Fríða og Björn voru meðal gesta kvöldsins og það átti eftir að koma í ljós að Fríða lét gamlan draum rætast, hann var sá að vera í sviðljósinu í allt að 15 mínútur á hverju þorrablóti sem hún mætir á með Birni sínum og sýna þar hæfileika sína, vakti þessi 15 mínútan uppákoma hennar gríðarlegri kátínu. Nú vitum við að hún er komin af góðu og gegnu fólki að vestan, eða austan, allavega átti hún ágætis langafa og langömmu.
.
.
Björn virtist frekar áhyggjufullur, sennilega vegna uppátækis konu sinnar eða voru það áhyggjur út af einhverju allt öðru. Lítill fugl hvíslaði því að fáeinum útvöldum að Björn ætti sér líka leyndan hæfileika og hann væri sá að dansa JIVE, enda munu hjónin hafa verið liðtækir JIVE dansarar á sínum sokkabandsárum.
.
.
Eftir mikla eftirgrennslan tókst að fá ofangreinda mynd af Fríðu og Birni sem var tekin af þeim þegar þau tóku þátt í „STÓRU Blackpool danskeppninni“ sem haldin var 1970, þar náðu þau frábærum árangri.
.

.
Þegar kom að því að búa til jafninginn þá tók Gunnar öll völd því af fenginni reynslu fyrr um daginn vissi hann að allt myndi enda með ósköpum ef Rut og Guðrún kæmu að verkinu, þó aðallega Guðrún. Því vann hann verk sitt óaðfinnanlega, fáir að fylgjast með en ef betur er að gáð má sjá manninn vinstra meginn í myndinni sem reynir að leggja á minnið vinnuaðferðir Gunnars ef ske kynni að hann þyrfti að búa til jafning einhvern tímann í framtíðinni. Gunnar mun þó hafa verið með smá áhyggjur af því að þær stöllur, Rut og Guðrún fyndist hann vera að taka fram fyrir hendurnar á þeim, en
.

.
svo var nú aldeilis ekki raunin þvi þær réðu sér ekki fyrir kæti að losna við að þurfa að hafa áhyggjur af jafningnum, nógar hefðu nú verið áhyggjurnar af helv—  rófunum og þær rétt í þann mund að gleyma því sem á undan var gengið og tilbúnar í eitthvað nýtt. Þær nutu því þess augnabliks að láta mynda sig..

.
Guðrún alveg búin á því að „pósa“ og orðin jafn stór og Rut. Takið eftir Birni, hann er ENN grafalvarlegur, alltaf að hugsa um dansinn sem hann ætlar að taka síðar um kvöldið og merkilegt að maður með alla þessa reynslu skuli hafa áhyggjur af fáeinum danssporum.

Nú fóru að heyrast hljóð héðan og þaðan úr húsinu og það þýddi bara eitt „BORÐA NÚNA“ og þar sem Gunni var tilbúinn með jafninginn kvaddi Þorrablótsdrottningin sér hljóðs og bauð alla velkomna og bað Gurðúnu að vera fyrsta til að fá sér á disk sem hún þáði með þökkum og allir fengu eitthvað við sitt hæfi mest þó
.
.
,
Guðrún að salla í sig
  .

.
Garðar
.

.
og Emilía Ósk Garðarsdóttir sem var sú eina sem gat lagt sig eftir allt átið

.

.
Hans var eiginlega sá eini sem þorði að láta í ljós ánægju sína með súra matinn

Varðandi afríska stríðsdansinnn sem Garðar ætlaði að dansa þá varð ekkert af þeim dagskrárlið því búningaleigunni varð á og sendi rangan búning og ekki rétta stærð. Auðvitað urðu konurnar fyrir miklum vonbrigðum því myndin sem fylgdi var í rauninni ómótstæðileg og satt best að segja var ekki nokkur leið að fá neinn annann félagsmann í þetta hlutverk þannig að myndin verður bara látin fylgja með af búningnum. Garðar þessi elska lofaði að bæta okkur konunum þetta upp á ógleymanlegan hátt og við sættumst á þá útskýringu.
.

.
Hann kom okkur svo sannarlega í opna skjöldi þegar hann kynnti næsta atriði um leið og hann fullvissaði alla um að stríðsdansinn væri gleymdur um leið og þessi maður birtist og voru það sko orð að sönnu.

Það var komið að upplestri úr Brandarabankanum og bauð Garðar leynigest/upplesara kvöldsins hjartanlega velkominn. Jesús minn!! kemur ekki inn þessi þá svakalega huggulegi maður og trúði fólk ekki sínum eigin augum og sáust margar basla við að laga radarinn á nefinu því öll héldum við að þetta væri alls ekki það sem okkur sýndist.

Dauðaþögn sló á alla karlana en í konunum tísti og nú biðu allir spenntir að sjá hvort HANN gæti yfir höfuð lesið eitthvað upp úr bókinni. Hann stillti sér upp álengdar opnaði bókina og það fór sælustraumur um konurnar. Eitthvað virtist hann órólegur yfir því sem á blaðsíðunum var og eftir smá umhugsum hvíslaði hann undurblítt í eyra Garðars svo við heyrðum öll hvað hann hvíslaði  „I really don´t understand, is it possible for me to sing with my beautiful voice?“ Það fór ekki fram hjá neinum þegar Garðar svaraði hátt og skýrt „NO PROBLEM“. Gítarinn var á leiðinni í fangið á huggulega mannininum og það mátti heyra saumnál detta. Þetta gat ekki verið að gerast á þorrablóti í Kerhrauni, þvílíkur máttur í Þorrablótsdrottningunni.

Hann tilkynnti hvaða lag hann ætlaði að taka, fór það gjörsamlega fram hjá þeim sem þetta skrifar en það eina sem var eftirminnanlegt var þegar hann sagði:  „I always considered my songwriting thing as being part of a longer legacy than rock ‘n’ roll. It goes way back“, svo sló hann nokkuð létt á strengina, byrjaði að syngja og sælan tók öll völd. Þegar hér er komið sögu vill lesandinn örugglega fá að vita hvaða maður þetta eiginlega var.  Já, þetta er sko goðið og lái einhver okkur konunum þó við hefðum farið yfir um.
.

.
Einn þá þegar búinn að hringja og þekkir ekki manninn, STING.
.