Gamla lyklahliðinu bjargað áður en það sekkur

Það var mikil gleði um árið þegar þetta hlið var sett upp og í þá daga reiknaði maður með því að þetta væri hið „eina sanna“ hlið, en það kom á daginn að svo reyndist ekki vera en meðan það var eina hliðið þá dugði það vel og gerir í raun enn.

Það hefur pínu sigið á ógæfuhliðina hjá því undanfarið ár því með lagfæringu vega þá hefur það orðið heldur lágt í landinu og nú var ákveðið að koma því upp úr jörðinni í eitt skipti fyrir öll.

Auðvitað var Hallur fenginn til að lyfta hliðinu en Finnsi og Hans til að grafa, hæðarmæla, rafsjóða og annast allan almennan frágang.

Eftirfarandi myndir sýna framkvæmdina.

0108a3986e243eff89860b04c8b7a1563f4ac9e662

Allt samkvæmt bókinni – sama hæð á öllum hliðum

014dad56ce48298055eb9e276d433a6391d36692c6

Hans er að pæla í að vera bara sammála Finnsa, enda best…)))

01e3fb31bb112377d0e22958250269c46966425bf9
Hallur er flinkur að finna hvar á að grafa

016c84ebb1014f10a38c40eb479968e8d395ac8d68
„Hífa og slaka“ á víxl, en upp fór það

01ff16cb6aa637886edc8187d64835897ccb85ec2c
Eyrað að fara af og það gengur ekki fyrir eyra sem gegnir mikilvægu hlutverki

012a8c90371550073681aa6fba44589ef942e48674
Haldið í Kúlusúkk til að sjóða eyrað á

01bdacbf2c75b2ad87bf456bbc85bae86ceda4307e
Komið aftur á staðinn eins flott og hægt er að hafa það

01d1dc08dd2c92aa5c3ef23b8eba8ba3906c53afa3

Frágangur hafinn

01637da176556db50635c86c637547b605a74206c6

Ja maður minn sæll og lifandi er ekki búið að laga þetta og hér eru síðustu strokurnar í gangi og takk innilega fyrir „hin heilaga þrenning“ þið eigið mikið þakklæti skilið að taka vel í það þegar til ykkar er leitað.