Að gefnu tilefni vill stjórn Kerhrauns vekja athygli frístundahúsaeigenda í Kerhrauni á að með öllu er óheimilt að leigja út frístundahús lengur en sem nemur 90 dögum á ári nema að fyrir liggi starfs- og rekstrarleyfi enda telst slík starfsemi vera atvinnustarfsemi.
Sveitarfélagið hefur bent á og staðfest að leyfi til útleigu eigna umfram 90 daga á ári sé ekki heimiluð innan skipulagðrar frístundabyggðar í Kerhrauni (undanskilin eru félagasamtök9).
Óþarft er að hafa mörg orð um þá augljósu staðreynd að þjónusta við bústaði sem eru í útleigu útheimtir mun meiri vinnu fyrir stjórnarmeðlimi en við hefðbundna frístundarhúsaeigendur og má þar nefna aðgengismál, og ýmsar spurningar sem lúta að snjómokstri, veðri og færð.