Dugnaðarforkar á T degi og pallapartí 2022

T dagurinn rann upp bjartur og fagur og ekkert annað að gera en að drífa sig á fætur, spenningur var í lofti því nú skyldi tekið til hendinni í þeim tilgangi að fegra Kerhraunið okkar. Ákveðið var að hittast við gáminn kl. 11:00 enda af nógu að taka, hreinsa átti allt út úr gámnum enda hafði orðið hrun þar inni í vetur þegar upphengdar hillur hrundu af veggnum og ofan á borðið sem fór í spað, síðan allir pokarnir með tómu flöskunum sem eru verðandi tré og ekki má gleyma miklu afreki hjónanna Rutar og Smára en þau fóru og klipptu stígana inn í Gilið sem er alveg frábært því það var sko kominn tíma á það. Takk kæru hjón.

Eftir snjóþungan vetur þurfti að klippa mikið af gróðri og þar voru Kerhraunsskvísurnar sko engin lömb að leika sér við og máttu strákarnir hafa sig alla við að halda í við þær.

Þennan dag þarf svo að endurtaka síðar í sumar þegar farið verður í göngustígana og þá verður að hóa saman góðum hópi vaskra Kerhraunara sem fréttaritari veit að verður ekki vandamál enda sést það vel í pallapartíinu að fólk hefur mjög gaman af þessum dögum þegar það mætir.

„EINN fyrir ALLA, ALLIR fyrir EINN“ það gildir hér á svæðinu og þó getan sé ekki mikil hjá fólki þá er gott að fá skemmtikrafta.

Pallaðartíið var hjá nýja formanninum sem grillaði eins og hann hefði aldrei gert neitt annað enda vill enginn fá fréttaritarann á grillið. Góð dagsskemmtun þar sem fólk kynnist hvort öðru og myndar tengsl sem eru nauðsynleg í okkar fallega og góða litla samfélagi.

Bleikitöffarinn Ella með sitt kröftuga Amazon hjálpartækið

Er þær að pæla í klippitækninni?

Gummi lét sko ekki sitt eftir liggja þó ekki væru græjurnar keyptir á Amazon

Ingunn Lena er algjör sérfræðingur í Stafafuru að ofanverðu en er með mann að neðaverðu…)))
Svooo glöð að vera mætt aftur í Kerhraunið
Græna þruman, Finnsi og Hjalti í girðingarniðurrifi – flottir gaurar
Trjágreinaberar ársins
Trjágreinar í massavís
Verðanadi tré

Matsmenn geta verið spekingslegir
Hvernig er hægt að vera svona gapandi hissa?

Eftir skörulega framgöngu okkar allra var tími kominn á pylsupartý og formaðurinn bauð fram aðstöðu á pallinum í 37 og þar grillaði hann eins og hann hefði ekki gert neitt annað og það var bros á vör hjá öllum enda gott að hitta aðra Kerhraunara og kynnast því það er vísir af góðu samfélagi

Stjórn þakkar öllum þeim sem sáu sér færi á að mæta og leggja sitt að mörkum að halda og gera Kerhraunið fallegra og síðar í sumar tökum við göngustígadag og þá verða sko hamborgarar í boði eftir að verki lýkur. Takk innilega fyrir að mæta.