Kæru Kerhraunarar. Í hugum flestra eru jólin tími friðar, gleði og góðra samskipta. Á jólum eiga allir að vera glaðir og hamingjusamir, við sendum kveðjur, gefum gjafir og allsstaðar í kringum okkur heyrum við boðskap um gleði og frið. Hjá mörgum myndast togstreita milli raunveruleikans og boðskapar jólanna og margir eiga um sárt að binda og þurfa að horfast í augu við það að geta ekki veitt ástvinum sínum það sem þá dreymir um.
Jólin gefa okkur tækifæri til að staldra við, skoða stöðu okkar, endurmeta og leggja rækt við það sem er okkur kærast. Munum að það að gefa gjöf með kærleiksríku viðmóti, brosi á förnum vegi, heimsókn eða símhringingu er oft stærra en margur harður pakkinn, því það sem við gerum er oft sýnilegra og miklu áhrifaríkara en það sem við segjum.
Kæru Kerhraunarar, innilegar jólakveðjur til ykkar allra. Vonandi að jólin verði ykkur gleðileg í faðmi vina og vandamanna. Látum jólaljósin lýsa okkur inn í framtíðina, og tökum fagnandi á móti nýju ári með öllu sem það hefur upp á að bjóða.
Gleðileg jól