28. júni 2010 – Hitaveituframkvæmdir hefjast af krafti

Það var með bros á vör að skokkað var upp á hólinn á A svæðinu í dag, því þar voru að hefjast framkvæmdir við hitaveituna sem er mikið fagnaðefni fyrir okkur Kerhraunara og stór áfangi í að fullkomna svæðið okkar.

Sigurður mætti með aðstoðarmann á svæðið en sá er tengdafaðir hans sem býr á Bíldudal og hafði komið til að vera við skírn á 5. dóttur hans Sigurður. Þeir félagar byrjuðu á að leggja út hitaveiturörin að lóð 40 hjá Magnúsi og Bergljótu þannig að þau urðu þau fyrstu til að fá rör. Síðan var farið að húsi 5 og 44 og það sem eftir var af rúllinni var farið með upp að húsunum hjá Hans og Kjartani sem eru staðsettir á C svæðinu.

Um kl. 17:00 birtist svo þessi svaka vörubíll með restina af rörunum sem sett voru við endann á beina kaflanum inn á svæðið. Nú má því segja að flautað hafi verið til leiks hvað varðar HITAVEITU.
.

.
Bókhaldið þarf líka að vera í lagi
.