17. júní 2011 – Formleg opnun rafmagnshliðsins – Afhending fjarstýringa – GSM virkni

Á þjóðhátíðardaginn 17. júní er komið að stóru stundinni, rafmagnshliðið formlega tekið í notkun.

 

Að því tilefni viljum við biðja ykkur kæru Kerhraunarar að taka frá smá tíma til fagnaðar, kl. 13:45 keyrið þá út fyrir svæðið og mynduð bílaröð fyrir framan nýja rafmagnshliðið.

Á slaginu kl. 14:00 verður hliðið formlega opnað og fyrsti bíll inn á svæðið verður sá sem borið hefur hita og þunga af þessu framtaki, sjálfur Hans Einarsson og er það vel við hæfi að hann fái fyrstur manna afhenta fjarstýringu og GSM aðgang.

Síðan gengur þetta koll af kolli og að lokinni afhendingu er hliðið formlega opnað og á vonandi eftir að þjóna okkur farsællega um langan tíma.