„Þetta var hérna svona hressilega innisturta. Það er eiginlega besta orðið. Það fór bara að leka af krafti og hérna mikil læti í veðrinu. Við gripum bara allt tiltækt, bala, bjórfötur og tuskur og sloppa og svona gerðum það sem við gátum en þetta fór betur en á horfðist samt,“ segir Jóhannes Ásbjörnsson einn eigenda Keiluhallarinnar í Egilshöll.
Þar sem Jói er Kerhraunari góður þarf að eiga þetta í safni minninganna, gangi þér vel með reksturinn.