Það er eins og alltaf þegar Versló er í námd að þá er stór þáttur að gera eitthvað fyrir börnin og að þessu sinni sáu þau Ási og Sóley um að skipuleggja og Sóley naut dyggrar aðstoðar Rósu sem í svo mörg ár hefur komið að þessari skipulagningu. Þessu fólki ber að þakka kærlega fyrir þeirra þátt að gera þetta svona skemmtilegt fyrir börnin.
Stundvíslega klukkan 13:00 tóku börn og fullorðnir að streyma að, allir með það á hreinu hvert átti að mæta enda húsið skreytt og stjórnendur tóku á móti föngulegurm hóp eins og eftirfarandi myndir sýna.
Hér eru nýjir Kerhraunarar sem nýlega keyptu lóð 23 og eru þau boðin hjartanlega velkomin í okkar hóp
Vestmanneyjingar létu sig ekki vanta
Nú var flautað til leiks í ratleik þar sem börn fengu úthlutað bréfpoka og áttu þau að skrifa svörin við spurningunum sem voru í pokanum og áður en „Amma myndar“ gat snúið sér við þá var hópurinn hlaupinn af stað til að leysa þrautir og það var mikill keppnisandi sem sveif yfir Kerhrauninu.
Það leið ekki á löngu þar til sást til fyrsta keppanda, eftirfarandi myndir sýna ánægjuna sem skein úr augum barnanna.
Þegar hér er komið sögu varð „Amma myndar“ að fara en börnin héldu áfram að skemmta sér við alls konar leiki, þegar yfir lauk þá fóru allir glaðir og ánægðir heim og biðu spenntir eftir verðlaunaafhendingunni um kvöldið.
Eins og sjá má á neðangreidri mynd eigum við fallegan hóp ungra Kerhraunara og við eignum okkar þá sem koma úr Eyjum.