Hvítasunnuhelgin er í hugum margra sú helgi sem markar upphaf ferðalaga, skemmtiferða og afslöppunar komandi sumars, búist var við að fjölmennt yrði í Kerhrauninu þessa helgina enda reyndist vera þó nokkur fjöldi af fólki á svæðinu.
Það voru líka sumir sem voru alveg ferlega duglegir að vinna fyrir okkur og ber þar helst að nefna Hall vegamálastjóra.
Hallur kom að morgni 24. maí með svaka bíl sem bæði á voru grafa og valtari, það er skemmst frá því að segja að frá morgni til kvölds vann hann stanslaust að því að lagafæra vegina, bera í og slétta, valta og svo snurfusa allt um kring til þess að við hin gætum nú ekið um vegina án þess að hoppa og skoppa og nú getum við dáðst að okkar fallega svæði sem alltaf er verið að ditta að.
Hallur lagaði brekkuna og fór alveg út að Biskupstungnabraut og hann tók varla matar- eða kaffitíma.
Áður en hann byrjaði um morguninn var hann fenginn til að aðstoða við að laga gamla lyklahliðið sem komið var ansi neðarlega í landið þar sem borið hefur verið svo mikið efni í veginn við rafhliðið.
Hvað sem því líður þá ber að þakka honum fyrir að eyða Hvítasunnuhelginni í að gera allt svona „Spik & span“ í Kerhrauninu.
Góður vegamálastjóri hefur líka þörf fyrir að hafa aðstoðarmann sér við hlið