Upplýsingaskilti sett upp í Kerhrauni

Okkar ágæti stjórnarmaður hann Óskar Georg tók sig til og setti upp nokkur afbrigði af upplýsingaskiltum fólki til upplýsinga. Það er td ekki viskulegt að leggja bílum framan við aukahliðið ef eitthvað kemur upp á, einnig er okkar fallega útivistarsvæði eingöngu ætlað göngufólki, Hraunbrekkan er brött og gott fyrir ókunnuga að vita það áður en lagt er í brekkuna sérstaklega að vetri til en þá þarfnast bifreiðin þess að vera vel útbúin í vetraraksti.

Útleigubústaðir eru í sífelldri útleigu og alltaf nýtt fólk að koma og dvelja mislengi en leiðbeiningar eru í flestum húsum en alltaf gott að leigendur fái upplýsingar er varða svæðið. Svo bara að muna að ganga ekki yfir lóðir heldur velja göngustíga eða götur því þá eru allir happy.