Hugmyndina af þessu golfmóti má rekja til „Versló 2019“ en við varðeldinn þegar fólk hafði gætt sér fullmikið á „Eplavíni Guðrúnar“ þá rann mikið keppnisskap á sex þeirra og ákváðu þau að haldið skyldi „Golfmót Kerhraunara 2020“ en til þess að vita út í hvað væri verið að fara þá varð að halda undirbúningsmót og það var sem sé gert 30. ágúst 2019 og fékk fréttaritari sendar nokkrar myndir sem má sjá hér að neðan.
Til að rifja aðeins upp kvöldið góða þegar þetta var ákveðið þá eru hér nokkrar myndir frá ákvarðanatökunni og vil fréttaritari taka það fram að fólk er bara á 1. lítaranum og ef þau hefðu fengið meira væru við öll á leið á US OPEN 2020 í golfi…..))))).
Undirbúningsmót 2019
Smári Magnússon og Ásgeir Karlsson í startholunum
Ásgeir sló upphafshöggið og takið eftir hann stendur heldur gleiður og átti þetta högg eftir að draga dilk á eftir sér
Lovísa mætir til leiks og lítur til hægri og vinstri og ætlar að massa þetta mót en
fréttaritari treystir sér ekki að nafngreina hauslausu manneskjuna
Hún fékk holu í höggi sem átti þetta högg eftir að nýtast henni vel
Rut mætt og er ekki Lovísa að afvegaleiða hana, nei segi bara svona
Það má fullyrða að golf vinnst ekki með því að halda sér uppi á kylfunni frú Stína
og Rut er hér að glíma við tvöfaldan skolla…))
Þessir tveir sem hófu leikinn virðast vera ansi daprir og Ásgeir er að gúggla niðurstöðuna en Smári veit hana…))
Hvar er allir hinir, hafa þeir ekki lokið leik ?.
ÞAÐ ERU ALLTAF SIGURVEGARAR Í ÖLLUM KEPPNUM OG ÞVÍ BER AÐ KYNNA:
SIGURVEGARA KVENNA, FRÚ LOVÍSA B EINARSDÓTTUR OG SIGURVEGARA KARLA, SMÁRA SRIXOM
Nú er ekkert annað í stöðunni en að bíða þar til 2020 en þá mun mótstjórinn hver sem hann verður boða golfmót og því ekki seinna vænna en að fara að æfa sig því allir sem kylfu geta valdið mæta auðvitað og þökkum við „Hinum sex fræknu“ fyrir skemmtilega vitrun á Versló 2019.