Umgengnisreglur samþykktar á aðalfundi 2013

1.  Almennt

Félagsmenn og gestir þeirra skulu gæta þess að ganga vel um Kerhraunið og brýna fyrir þeim sem fyrir þá vinna að gera slíkt hið sama. Félagsmenn og gestir þeirra skulu ekki skilja eftir rusl á víðavangi, ekki valda spjöllum á gróðri eða vegum. Forðast skal að valda öðrum ónæði með hávaða og ekki ganga yfir lóðir heldur nota þær gönguleiðir sem í boði eru.

2. Ljós

Öll útilýsing skal höfð í hófi og útiljósum frekar beint niður á við til að koma í veg fyrir óþarfa ljósmengun.

3. Gróður

Varðandi gróðursetningu trjáa á lóð sinni þá skulu félagsmenn kynna sér vel reglur sem í gildi eru (www.gogg.is) sérstaklega með tilliti til vinnusvæða meðfram vegum og trjátegunda milli lóða og leita sér upplýsinga hjá www.utu.is

4. Akstur innan Kerhraunsins

Áríðandi er að félagsmenn og gestir þeirra athugi að hámarkshraði allra ökutækja innan Kerhraunsins er: 30 km

Akstur allra ökutækja þar með talin, fjórhjóla, sexhjóla, mótorkrosshjóla og snjósleða er með öllu bannaður utan vega.

5. Geymsla hluta/bíla

Það er ekki ætlast til að félagsmenn komi með hluti svo sem tæki/óökufæra bíla og hjólhýsi til langtíma geymslu á svæðinu.

Hlutir sem tengjast byggingarframkvæmdum eru skiljanlega á svæðinu meðan á framkvæmdum stendur. Markmið er og á að vera „Fallegt Kerhraun“.

6. Þungaflutningar í hverfunum

Verði félagsmaður valdur að skemmdum á vegum í Kerhrauninu vegna þungaflutninga og/eða framkvæmda, þá skal hann bæta það tjón að fullu og sjá til þess á sinn kostnað, að vegirnir verði aftur eins og þeir voru fyrir tjónið. Félagsmenn skula taka tillit til aðstæðna, sérstaklega ef framkvæmdir eru á svæðinu t.d. vega að leita nánari upplýsinga hjá stjórn. Félagsmenn eru minntir á að í gildi eru að öllu jöfnu sérstakar þungatakmarkanir frá 1. apríl til 20. maí en þá er leyfilegur öxulþungi aðeins 3 tonn (sá tími sem frost er að fara úr jörðu). Við sérstakar aðstæður gæti þó þetta tímabil breyst.

7. Meðferð elds

Ávallt skal gæta fyllstu varkárni við meðhöndlun elds og sérstakt leyfi þarf frá lögreglunni á Selfossi þegar halda á brennu.

8. Dýrahald

Bent er á reglur sveitarfélagsins frá 1. janúar 2012 um lausagöngu dýra – LAUSAGANGA HUNDA ER BÖNNUÐ Í GOGG.