Kerhraun

Þorrablótið sjálft – matur og gleði – endalok en þó ekki endalok alls

Það er búið að segja margoft að þorrablótið sé komið til að vera, það tilkynnist hér að það er komið til að vera en í hvaða formi það verður í framtíðinni veit ei neinn.

Finnsi og Guðrún ætla að leggja mikið á sig í ár til að gera húsið fokhellt, þá er aldrei að vita nema hægt verði að halda þorrablótið í Kúlusúk 2014 við fokheldar aðstæður og hver segir að það geti ekki gengið svo framarlega að hiti verði kominn á húsið

Eftir vel úthugsaðan og skipulagðan undirbúning þar sem samstaðan var alsráðandi þá var kominn spenningur í alla að snæða matinn sem Sóley hafði alfarið séð um, Svana sá um „decoration“ og Auður um útstillingar.

Áður en borðhald hófst var efnt til fyrirsætukeppni, þrír sóttust stíft eftir að komast að, það hefur ekki enn verið tilkynnt um hver bar sigur úr býtum. hafi menn/konur skoðun á valinu mega þeir senda tillögur inn til fréttaritara.
.

Þeir drengir komu fram undir listanöfnunum,
Dreymandi, Elskandi og Undrandi.
.


..


 

.
Það vita allir að Svana og Guðbjartur eru afskaplega gestrisin, þau höfðu útbúið fordrykk sem þau nefndu „Svanavatnið“ og var í boði hússins, fólk lét drykkinn renna ljúflega niður og það kom líka í ljós stuttu eftir miðnætti að þessi fordrykkur reddaði flestum þeim sem tóku lagið.

Það er enginn æsingur hér á ferðinni enda ekki búið að segja
„Gjörið þið svo vel“

..
.

.

Elfar þykist búa yfir einhverjum leyndarmálum sem ætlaði að
segja seinna frá, en við vissum alveg að hann átti afmæli
.

..

Nú buðu húsráðendur fólki að gjöra svo vel, það þurfti ekki að segja það nema einu sinni svo ákaft var fólk í að byrja. Sóley hafði séð til þess að þeim sem ekki líkar við svið, punga og súrmeti fengu eitthvað annað  í staðinn, að þessu sinni var það pottréttur en drykkjarföng sá fólk alfarið um sjálft.

Meðan gestir mynduðu röð við matarborðið  las Guðbjartur upp brandara.

.


.

Takið eftir málverkinu á veggnum, þetta er fjölskyldan í
Bjartalundi og afkomendur
.


.

Formaðurinn reið á vaðið, skellti sér að borðinu og brosir í kampinn
enda nýkominn frá Niðurlandinu og sársvangur
..


.

Þeir sem vildu drekka með matnum náðu í drykkjarföngin út enda kalt þar
..

.
Garðar kominn með skolvatnið og býður í röðinni sallarólegur
.

.
Hvað svipur er þetta Tóta mín? það er þá þegar búið að kjósa þig
.



bæði í ritnefnd og matardómnefnd, enda enginn færari í
nefndarstörfum en þú
.

.
þetta er glaðlegt fólkið við langborðið

 .

.

Finnsi var fljótur að renna á hangikjötið enda enginn þorramatsmaður
.

.
Það er alltaf viskulegt að taka sér pásu og ræða málin
og fara svo og fá sér meira
.

.

Fanný kom seint og því var hún síðust að borða
..

.
Hér eru allir að verða saddir, réttara sagt pakksaddir
.


.

 

Síðan Sóley og Gunni fluttu í sveitina finnst þeim alveg ómögulegt að vera aðgerðarlaus, meðan Gunni smíðar  „Hjónadyngjuna“ þá situr Sóley og framleiðir m.a. lager fyrir komandi sumar í Kerbúðina og gjafir sem hún grípur til þegar tækifæri gefast og í þetta sinn færði hún Svönu þennan þá fallega trefil sem þakklætisvott fyrir lánið á Bjartalundi.

.

Svana var ánægð enda trefillinn fjólublár, en hvernig Sóley vissi hvaða litur
er í uppáhaldi hjá Svönu verður fólk að finna út..))

.

.
Á miðju kvöldi var spurningakeppni, skipað var í þrjú lið og fyrirkomlagið var þannig að það voru lagðar fyrir liðin 20 spurningar um m.a. margt sem viðkemur Kerhrauninu og aðrar alhliða spurningar sem daglega við vitum svörin við en í hita leiksins munum ekki.

Það er skemmst frá því að segja að þegar Guðrún ákvað að lesa um röð sigurvegaranna þá nefndi hún fyrst líð 2. og viti menn, Fanný stökk upp í sigurvímu og hvatti sína liðmenn til að fagna, Guðrún bað um hljóð og tilkynnti að hennar lið hefði verið í þriðja sæti sem sé í síðasta sæti, æ þvílík vonbrigði.

Lið „Vitringanna“ sigraði með yfirburðum en enn er ósvarað spurningunni um æðakerfi mannslíkamans en það skiptir engu máli því allar æðar virkuði hjá gestunum þetta kvöld.
.

Það geta allir verið sammála um að þetta fólk lítur mjög gáfumannlega út

Nú var kominn tími til að skála og formaðurinn tók að sér að lyfta fyrstur dós,
enn má sjá sælusvip á einum vitringanna.
.

.
Ekki má gleyma að skjalfesta að Elvar átti afmæli þetta tiltekna kvöld,
það er kannski alger óþarfi að taka fram að hann skreið á sextugs aldurinn

Elvar er sem sé að hraðri leið uppávið og Ásgeir og Lúlli eru hálfskelkaðir við tilhugsuna að verða fimmtugir
.

.
Það mætti halda að dampurinn hafi dottið úr þessu fólki við að
ræða aldurinn á Elvari
.

.
Fanný og Kristín eru eitthvað sposkar á svipinn, en af hverju er
ekki vitað allavega þurfa þær ekki að hafa áhyggjur af aldrinum
.

.
Alltaf jafn sætar þessar elskur
.

.
Þegar neðangreind mynd er tekin var Svana að lesa upp staðreyndir um stjörnumerkin
hvað 5 + 1 varðar, aðilinn í tvíburamerkinu var ekki par sátt
og taldi víst að maki hennar hefði verið beittur þrýstingi er varðar svarið
.

.
Loksins stoppaði Sóley og hægt var að smella af henni mynd
.

.
Hér var kominn til til að hækka í græjunum því Svana vildi fara
að taka létt dansspor
.

.
og Steini var ekki lengi að láta það eftir henni að dansa,
hægri saman hægri, vinstri saman vinstri

Guði sé lof fyrir að ekki náðist mynd af Guðrúnu dansa
.

.
Það voru eiginlega tvö partý í gangi á sama tíma því fólk var ekki lengi
að taka undir sig gestahúsið, hvað þar fór fram er ekki vitað.))
.

.
en þegar hér var komið við sögu var myndavélin tekin af fréttaritarara

Lovísa tók við myndatökunni og neitar að láta myndefnið af hendi en

við minnum á fjáröflunarsamkomuna sem verður í vor