Kerhraun

Þorrablót Kerhraunara 2013 – Við látum verða af því í ár

Hver gleymir eina þorrablótinu sem haldið var í Kerhrauni hérna um árið ? ENGINN.

Nú þegar fer að líða að Þorra þarf að huga að áhuga Kerhraunara að halda þorrablót í Kerhrauni, gott væri að þeir sem vilja vera með kanni hvort eftirfarandi tvær dagsetningar henti, laugardagurinn 2. febrúar eða laugardagurinn 16. febrúar.

Eins og áður hefur komið fram á að gera sér glaðan dag með söng, gríni, gleði og áti í Kerhrauni (ekki búið að ákveða staðsettningu), maturinn verður eins og síðast,  Sóley ætlar að kaupa inn þorramat og hafa pottrétt fyrir þá sem ekki borða þorramat, þannig að látið ekki fæla ykkur frá því að mæta út af því að þið borðið ekki þorramat. Kostnaðurinn deilist svo á fjöldann.

Þá er það spurningin um staðsetningu, hefur einhver áhuga og getu til að halda svona Þorrablót? Allar tillögur vel þegnar og það sem fyrst.

 

Fé hefur fækkað mikið í Seyðishólnum. Sviðahausar frá Klausturhólum