Senn fer sögunni af þorrablótinu að ljúka enda löngu kominn tími til mundu sumir segja, samt er búið að ákveða og verður ekki breytt að „Þorrablót – Fimmti hluti„ fer á innranet öllum til mikillar gleði sem þar komu við sögu.
„Nú held ég áfram fyrri sögu minni“
Eins og fram kom í „Þorrablót – Fjórði hluti“ var Þorrablótsdrottningin farin að plana eitthvað merkilegt og var djúpt hugsi. Loksins tók hún ákvörðun og ekkert eftir nema að sannfæra gestgjafann um að það eina sem vantaði í partíið væri gítarleikari væri á svæðinu en vantaði sjálfan gítarinn. Þegar hún hafði borið upp spurninguna við Garðar þá mátti lesa undrun úr svip hans og hann svaraði hátt og skýrt.
„Kerling, er ekki nóg að hafa græjurnar mínar?, þær hafa allt til brunns að bera og ÉG get sýnt tónleika með Pavarotti ef þú veist hver hann er, OK, gítarleikarinn má koma ef það er málið“.
Það hýrnaði ekkert smá yfir Þorrablótsdrottningunni við svari hans og það mátti greinilega sjá hvað hún hugsaði, VÁ hvað Gunni verður ánægður, tilvonandi tengdasonur og dóttir mín líka.
Allavega voru tvö SMS send og ekki leið á löngu þar til hjónaleysin voru mætt á svæðið.
.
.
Garðar eins og góðum gestgjafa sæmir dró nú fram gítarinn enda gestgjafi með allar græjur sem þarf að hafa í góðu partíi. Til þess að vera viss um að gítarinn væri nú rétt stilltur tók hann smá forspil og það var eins og við manninn mælt, við fyrstu tóna tókst Gunni á loft og uppveðraðist allur og sýndi allar sínar mýkstu hliðar.
.
.
Gítarspilarinn nýkomni fékk gítarinn í hendur, strauk honum aðeins og skyndilega upphófst mikill söngur þar sem Þorrablótsdrottingarfjölskyldan fór á kostum og alveg á hreinu að fjölskyldan elskar að syngja og spila á gítar. Þegar gestgjafinn áttaði sig á því að þau gætu haldið áfram alveg fram undir morgun þá stóð honum alls ekki á sama.
Aðgerða var þörf og það STRAX.
Hann varð í skyndi að hugsa næsta leik til að koma græjunum sínum aftur í notkun enda búinn að lofa Smára heilum tónleikum með einhverjum ítölum sem hann er málkunnugur og Smári kominn í það sem kalla má tónleikavímu og í huganum söng hann til elsku stúlkunnar sinnar.
.
.
:
Ecco mormorar l’onde,
E tremolar le fronde
A l’aura mattutina, e gli arboscelli,
E sovra i verdi rami i vaghi augelli
Cantar soavemente,
E rider l’Oriente;
Ecco già l’alba appare,
E si specchia nel mare,
E rasserena il cielo,
E le campagne imperla il dolce gelo,
E gli alti monti indora:
O bella e vaga Aurora,
Rut è tua messaggera, e tu de l’aura
Ch’ogni arso cor ristaura.
Ákvörðun var tekin í einum hvelli. Gestgjafinn gekk rösklega að gítarspilaranum og sagði hátt og skýrt, „Kannastu við LEIKINN … .. ….?“ og á sömu sekúntu hafði gítarspilarinn misst öll völd og Garðar kominn með ættargripinn í hönd og eitt var alveg á hreinu, hann léti gripinn ekki í hendur fleiri aðila þetta kvöldið. Út með gítarinn og inn með græjurnar.
.
.
Hann skellihló sigri hrósandi yfir að vera kominn með yfirráð yfir gítarnum, sló létt á gítarstengina til að ná athyglinni og það mátti öllum ljóst vera að hér var fagmaður á ferðinni.
.
.
Næst útskýrði hann næstu skref í LEIKNUM sem sigrað hafði gítarleikarann og þau voru:
Garðar færi með aðalhlutverkið og léki hinn valdamikla þýskættaða Garssi Allgemeine, allir aðrir veislugestir fengu líka hlutverk sem var að syngja öll saman og svo brá Garðar sér frá til að fara í gervi Garssi.
.
.
Tónnin var gefinn og nú var komið að því að syngja lagið sem hljóðaði svona í boði Garssi:
.
Þorrablótsgestir: Nú liggur vel á mér
Garssi Allgemeine: Jetzt liegt gut auf ich
Þorrablótsgestir: Nú liggur vel á mér
Garssi Allgemeine: Jetzt liegt gut auf ich
Þorrablótsgestir: gott er að vera léttur í lund
Garssi Allgemeine: Gut ist auf werden leicht in stimmung
Þorrablótsgestir: lofa skal hverja ánægjustund
Garssi Allgemeine: Versprechen der jeder vergnügen stimmung
Þorrablótsgestir: Gaman fannst Stínu að glettast við pilt
Garssi Allgemeine: Spaß gefunden Stínu auf jubeln mit Junge
Þorrablótsgestir: gaf hún þeim auga, var oftast stillt
Garssi Allgemeine: gab sie der auge, wurde in der regel gesetzt
Lauk Garssi Allgemeinefluttningi sínum með stæl og einna fyrst til að fagna var dóttir Garðars sem gat ekki leynt hversu stolt hún var af hlutverki föður síns, enda engin furða.
Hér héldu allir að hápunkti kvöldsins væri náð en svo var nú aldeilis ekki raunin því Guðrún sagði að hápunktur kvöldsins væri eftir og þar ætlaði hún sér stóra hluti enda verðlaun í boð í vísnakeppninni fyrir hvorki meira né minna en 3 botna, besta botninn, klúrasta botninn og sorglegasta botninn og það leyndi sér ekki að sigurinn ætlaði Guðrún sér.
Botnunum var safnað saman og þeir settir í plastpoka. Síðan voru vísurnar lesnar upp í heild sinni og vakti þetta uppátæki mikla lukku. Guðrún varð þó hálfspæld þegar verðlaunin voru kynnt. Verðlaunin var vínflaska og sá sem fengi verðlaunin yrði að teiga hana í botn. Þegar Guðrún sá flöskuna fannst henni þetta vera einhver SMÁ flaska og hafði engan áhuga á henni enda hafði hún ætlað sér að vinna dagsferð á HUMMER um Kerhraunið, þannig að hún ákvað að þegar hún tæki við verðlaununum þá ætlaði hún að gera einhverjar ráðstafanir að koma þeim strax út.
Við verðlaunaafhendinguna kom svo í ljós að þessar vínflöskur voru gæðavín og biður Guðrún, Garðar innilega afsökunar enda verður að viðurkennast að hún er öll í REIKI og hefur ekkert vit á góðu víni.
Verðlaunavísa nr 1.
Innmat súrann og saltað kjét,
í Kerhrauni skal étið.
En best var þegar í lófann lét
ljúft millifóta kétið.
.
Guðrún var auðvitað í skýjunum yfir sigrinum en sagðist ekki geta drukkið þennan fjanda og Garðar var hálfleiður yfir þessu. Guðrún tilkynnti að það væri vísa sem væri henni afar eftirminnanleg og engu líkara en hún væri ort um hana..)).
Leitaði hún að vísunni og las hana upp og bað skáldið góða að gefa sig fram.
Innmat súran og saltað kjet
í Kerhrauni skal étið
Kerlingin HÚN er algjört met.
Með hana skal í fletið.
.
Skáldið var Svana og hún kann svo sannarlega að „Pósa“
skvísan sú, sammála?
.
.
Verðlaunin veitt en nú kom í ljós að Svana gat ekki drukkið þetta heldur, Hjálp !!
.
.
Bjargvætturinn, eiginmaðurinn kom sá og sigraði flöskuna.
Verðlaunavísa nr. 2.
Innmat súrann og saltað kjét,
í Kerhrauni skal étið
Gunna yfir pungnum grét
hún gat ekki á honum setið.
.
Enn var Guðrún í skýjunum yfir fyrri sigri en fagnaði þessum líka, var samt hálfrugluð því hún taldi víst að þá þegar væri búið að veita verðlaun fyrir klúrasta botninn en vildi ekki rugga bátnum og reiknaði það út að þetta hlyti þá að vera sorglegasti botninn.
Ítrekaði að hún gæti ekki drukkið „Vínið góða“ og tilkynnti að það væri vísa sem væri henni afar eftirminnanleg og fremur róttæk.
Leitaði hún að vísunni og las hana upp og bað skáldið að gefa sig fram.
Innmat súrann og saltað kjét,
í Kerhrauni skal étið
Alsber svo í okkar flet
öll þið komið getið.
.
.
Nú er það ein spurning sem svara þarf, ortu þau hjónin vísuna, Björn aleinn eða hefur Fríða svona frjótt ímyndunaralf??? Svar óskast fyrir aðalfund.
Verðlaunavísa nr. 3.
Innmat súran og saltað kjét,
Í Kerhrauni skal étið
Veldur stundum fúlum fret
og leggur menn í fletið.
.
.
Hans sýndi og sannaði að hann kann að meta gott vín og ekki þurfti að dekstra hann til að drekka vínið. Þorrablótsgestir voru á einu máli um það að innihald botnsins væri komið frá atvinnuumhverfi hans þar er nefnilega vara sem veldur stundum fúlum fret ef hún er ekki meðhöndluð rétt.
Þegar verðlaunaafhendingu lauk var ljóst að allar vísurnar voru í sama flokk – KLÚRA.
Allmargir botnar bárust og verða fleiri settir hér inn til minninga um skemmtilegt kvöld en þeir gleymdust í hita leiksins í Kerhrauninu.
Innmat súrann og saltað kjét,
í Kerhrauni skal étið.
Hákarl prufa og pungana ét
og prumpa svo í fletið.
Innmat súrann og saltað kjét,
í Kerhrauni skal étið.
Ég „Búsið“ þamba, feréi fet,
fyrr en Gassi „Mannfjétið“, hefur étið allt kjétið.
SLEGIÐ VAR UPP ÞESSU ROSA BALLI OG ALLIR NUTU SÍN ALVEG Í BOTN
.
.
.
.
.
.
.
„RÓMÍÓ“
.
.
.
Lítill fugl hleraði þetta samtal.
Smári leitaði ráða hjá þeim Birni og Fríðu varðandi
það að koma Rut alsberri í rúmið
.
.