Loks rann sú stund upp að gestgjafinn ákvað að nú væri kominn tími til að skella sér í sauna, karlpeningurinn sýndi þessu um leið mikinn áhuga en það gerðu konurnar ekki, enda engin ástæða fyrir konurnar að bleyta meira í sér enda búnar að hafa fyrir þvi um daginn að taka sig til, mála, túbera og fara í fín föt, því að láta make up renna niður andlitið í bévítis saunanu.
Nú stillti gestgjafinn sér upp í hurðinni til að skipuleggja, sussaði örlítið á æstan karlpeninginn og var það Guðbjartur sem var fyrstur til að sleppa út og hló gríðarlega þegar hann tók á skeið út í sauna.
Eitthvað var Hallur tregur til og vildi bara spjalla enda hafí hann bara komið í smá heimsókn og átti alls ekki von á neinum baðferðum.
Smári var þó alltaf að trítla í kringum húsið og reyna að taka ákvörðum og lét víst til leiðast að smella sér í sauna þegar „Amma myndar“ var farin að sofa, því náði hún engri mynd af honum á skýlunni.
Loks var það Hans sem tók af skarið og dreif sig í skýluna og hvarf inn í sauna til Guðbjarts og Garðars, dvöldi þeir einhvern óratíma inni, komu þeir svo út allir eldrauðir út að eyrum og skelltu sér á sólstóla og sólbekki til að jafna sig aðeins áður en lagt yrði í hann aftur inn í molluna.
Viti minn, skellur ekki Svana allt í einu á og vindur sér í öllum herklæðum inn í sauna til að tilkynna Guðbjarti að nú verði hún bara að fara að fara heim. Vissi hún ekki fyrr til en sjálfur gestgjafinn hafði hafið hana hátt á loft og bar hann hana út á pallinn og sagða „Kona, svona ferð þú ekki í sauna með mér, úr öllu eða ekkert sauna“ og aumingja Svana varð að segja honum að hún vildi bara fara heim.
Hvað hægt er að segja um þetta kvöld er það að þetta var hin mesta skemmtun. Eiga Sóley, Garðar og Gestrún og allir þeir sem gerðu kvöldið ógleymanleg miklar þakkir skilið og vonandi verða fleiri svona skemmtanir í framtíðinni í Kerhrauninu okkar.