Kerhraun

Þorrablót Kerhraunara 2016 er lokið með STÆL – Fyrri hluti

Kerhraunarar blótuðu þorra að vanda og það er óhætt að fullyrða að meðal vor er mikið um hæfileikaríkt fólk sem lét ljós sitt skína þetta kvöld og að vanda varð úr mikil skemmtun frá kl. 19:00 til miðnættis.

Sigga í Rekstarvörum bauð fram sitt fallega húsnæði og neðangreind mynd er tekin þegar hún tók á móti matarbökkunum sem að þessu sinni kom frá Múlakaffi.

IMG_2612

Það verður að þakka henni fyrir hennar framlag, ekki má gleyma að þakka röskum dætrum hennar, enda þær mæðgur vanar að vinna saman og útkomuna má sjá hér að neðan og komin tíma á hvítvínsglas..)).

IMG_2613

Eins og oft hefur komið fram þá var þema kvöldsins RAUTT og auðvitað lögðu allir sig fram við að skarta rauðu í hinum ýmsu útgáfum, sumir rauðir að utan aðrir að innan.

IMG_2614

IMG_2615

IMG_2616

IMG_2617

IMG_2621

IMG_2620

IMG_2624

IMG_2633

IMG_2632

IMG_2636

IMG_2638

IMG_2643

Þegar jólasveinn birtist urðu viðbrögð Harðar fyndin og Sigga spurði hvort hann hefði aldrei séð jólasvein

IMG_2637

IMG_2640

Áður en gestum var boðið að gjöra svo vel kvaddi Fanný sér hljóðs og færði Siggu gjöf sem þakklætisvott fyrir að lána húsið sitt þetta kvöld.

IMG_2645

IMG_2646

Eftir að hafa knúsað og kysst Siggu sagði Fanný að nú væri kominn tíma til að setjast að snæðingi þar sem kartöflurnar og jafningur væru í góðu jafvægi.

IMG_2634

IMG_2648

IMG_2649

IMG_2650

Reynir lét ekki sitt eftir liggja að skemmta okkur og sagði marga góða brandara og takið eftir gæjanum framan á honum. Það var alveg sama hvað Gunna grátbað um að fá að horfa á hann allt kvöldið, hann renndi alltaf peysunni upp. Var kalt þetta kvöld? Allt kvöldið stökk Reynir fram á sviðið og reitti af sér sögur og brandara. Gunna hafi ekkert í hann að segja með sína brandara.

IMG_2652

Áður en hin árlega spurningakeppni hóft vildi Ásgeir endilega koma því að að að hann hefði unnið einhverja norðræna spurningakeppni og það var ekkert um annað að ræða en að verðlauna hann fyrir það…))

IMG_2651

Það er skemmst frá því að segja að fróðleikur Kerhraunara um Kerhraunið og GOGG er EKKI lítill, jafnvel þeir sem sögðust ekki vita urðu að hinum hörðustu keppnismönnum/konum.

Það er auðvitað bara eitt lið sem stendur upp sem sigurvegari en lið tvö kom fast á hæla þeirra, aðeins munaði einu stigi. Hin tvö liðin þurfa aðeins að bæta sig í að vita t.d. gsm númerið í rafhliði og skoða Kerið aðeins betur þá eiga þau möguleika. Gott er líka fyrir fólk að vita að Tóta heitir Oddný og að ég heiti Margrét…))).

Byrjað var á því að kynna liðið sem var í sæti 3-4 en tvö lið voru jöfn að stigum. Þetta lið er með því allra skrautlegasta sem keppt hefur því auðvitað hefðu þau átt að massa þessa keppni. Finnsi samdi spurningarnar, Fanný í stjórn og veita allt, Sigga í sigurliði aldarinnar, Ásgeir í norðrænu sigurliði og Hallur ættaður úr nágrenninu. Þau báru fyrir sig BLACK OUT sem er engin afsökun. Til hamingju samt kæru Kerhraunarar.

IMG_2653

IMG_2659

Takið eftir hvað Sigga er yfir sig glöð með sína bók, „How to Catch a Man, How to Keep a Man, How to Get Rid of a Man.“ og Ásgeir fékk SUDOKO.

Nú er komið að liðinu sem vermdi sama sætið og fyrra lið en þar hafði Elfar enga stjórn á konunum enda löngu hættur að leika jólasvein og skrift þeirra nánast ólæsileg.

IMG_2664

Sigurliðið var borið upp á undan liði sem varð í öðru sæti bara til að vekja vonir um sigur..)), sorry.

Í þessu liði er auðvitað fólk með visku af svo mörgu sem gott er að vita á þorrablóti Kerhraunara, fiskum, mataræði, tönnum, gröfum og geislafræði. Er nema von að þau hafi massað þetta.

IMG_2667

IMG_2670

Lúlli er keppnismaður mikill og kann að fagna enda aldrei unnið GULLIÐ en öll ættu þau að rata heim enda með luktirnar góðu sem lýsa eiga þeim á rómatískum kvöldstundum í Kerhauni.

IMG_2672

Hér að neðan er svo liðið sem varð í öðru sæti, öll fengu þau bækur í verðlaun og svo auðvitað SILFRIÐ.

IMG_2675

IMG_2679

Auðvitað var margt annað á dagskrá og má nefna að Hans fluttir minni kvenna og vildi láta syngja „Táp og fjör og frískir menn“ en það fékkst enginn til að taka undir. Gunna flutti minni karla og lét skála fyrir Kerhraunskörlum. Eftir að Gunna hafði þrumað út úr sér nokkrum óklúrum bröndurum kvaddi Alli sér hljóðs og kallaði Finnsa upp og veitti honum verðlaun, fyrir hvað vissi ég aldrei…))). Fyrir þá sem sjá vel þá heitir bókin „How to understand WOMAN“, algjörlega óskiljanleg verðlaun.

IMG_2680

Það þurfti að grynna á matarforðanum og því ekkert annað að gera en að bæta á sig smávegis forða.

IMG_2681
Hér hlusta allir dolfallnir á Steinunni fullyrða eitthvað sem engin sem á myndinni er þorði að viðurkenna.

Hún fullyrti að hún teldi að fornleifafræðingar væru bestu eiginmenn sem nokkur kona gæti eignast, ástæðan einfaldlega sú að eftir því sem við konurnar yrðum eldri þá hefður þeir meiri áhuga á okkur.

IMG_2626

Finnsi fílaði sig eins og 17 ára allt kvöldið og hefur fengið góð comment frá börnunum í dag.

IMG_2647

Fanný fékk verðlaun fyrir að vita eftir hverjum Hans er skýrður sem hljómar frekar skrýtið, af hverju ætti hún að vita þetta. Jún hún spurði hann einu sinni á framsóknarfundi

Fanný: Hans, eftir hverjum ert þú skýrður?
Hans:   Eftir spænskum kóngi.
Fanný: Vá, það hefur enginn spænskur kóngur heitið Hans, Hans.
Hans:   Jú víst, Hans hátign

Verðlaunin fékk Hans að velja og hann valdi neðangreinda bók og talar sínu máli . „Lömbin þagna“…))

IMG_2682

Alli bað Gunnu að koma upp og veitti henni verðlaun fyrir að vera Gunna og fékk hún bók sem ekki verður nefnd hér fyrr en einhver sendir mynd af henni með verðlaunin…)))))))))

Hápunktur kvöldsins var uppákoma „Three Bandidos“ og einn bandidosinn hafði útbúið þessa þá líka flottu söngbók sem láðist að mynda en lengi er von ef Alli Bandidos sendir mér mynd af henni.

Auðvitað var vitað að þeir myndu slá í gegn, því var Fanný ekki lengi að veita þeim fyrirfram verðlaun fyrir frammistöðuna, þeir brugðust okkur ekki og sungu eins og b a n d i d o s a r.

IMG_2696

IMG_2683

Hér að ofan eru engir slor-bandidosar heldur eru þeir það sem allar konur dreymir um, enda biðröð.

IMG_2693

Sumir lifa sig meira inn í hlutverkið en aðrir en allavega er Steinunn ein af þeim..)), eða er hún hissa.)

IMG_2687

Þeir sungu, þeir vættu kverkarnar, þeir sungu, þeir vættu kverkarnar, sungu og vættu kverkarnar

IMG_2685

Það er alltaf gaman að taka „Selfie“

IMG_2688

Hörður fékk sms um að allt suðurlandið væri olílaust, hann yrði að vera í Eyjum næsta dag o.s.frv. svo hann komst aldrei lengra en á bls 9 að syngja.

IMG_2692

Reynir átti það til að stökkva fram af sviðinu og taka sóló, hann tók oftast Elvislag, Gunna alltaf að biðja hann að fara úr að ofan, sem í raun var að fara úr fjandans flíspeysunni svo hún gæti horft á Elvis meðan hann tæki lagið, nei upp í hálsakot skyldi vera.

IMG_2695

Ekki veit ég hvað kom yfir Fanný í hvert skipti sem Reynir söng Elvislag, þá kom þessi þá undurfagri svipur á hana, eða er hún í annarlegu ástandi.

IMG_2694

Það var ákveðið að veita henni silfurverðlaun fyrir „Svipðbrigði“ enda vel komin að þessum verðlaunum.

IMG_2715

Svona til að slá botn í fyrri hluta þorrablótsins þá kemur hér góð mynd af þeim félögum Reyni og Halli.

IMG_2717
Seinni hluti kemur seinna, enda varla birtingarhæfur.