Það eru ekki nema nokkrir dagar síðan að haft var fyrir því að hengja upp Amsterdamvindpokann sem formaðurinn gaf okkur, ekki var reiknað með því að hann yrði lengi við líði nema ef hann fengi að lafa nánast allan sólarhringinn. Í nótt fékk hann að finna fyrir veðurofsanum og þegar birti af degi hafði hann yfirgefið svæðið.
Hann gerði sitt gagn í nokkra daga, það var gaman að sjá hann í myndavélinni, nú er hann horfinn út í veður og vind og verður sárt saknað.
En þar með er ekki öll sagan sögð, nú er unnið hratt í því að fá alvöru poka og reynt verður að koma honum upp við fyrsta tækifæri og vonandi fara flugvélar ekki að reyna að lenda hjá okkur.