„Að sama tíma að ári“ verður sýnt laugardaginn 6. júní nk. enda er &T dagur okkar Kerhraunara haldinn þá en með breyttu sniði, ég má hundur heita ef gamli tíminn kemur ekki aftur.
Stjórn hefur verið að skipuleggja daginn, eins og venjulega þá hittumst við á planinu hjá Sóley kl. 13:00 og fáum leiðbeiningar frá flokkstjórunum sem buðu sig fram á síðasta aðalfundi. Númer 1, 2 og 3 er að hafa gaman að þessum degi og eftir stendur nýskúrað og skrúbbað Kerhraun.
Til gaman má geta þess að vegna mikilli framkvæmda þá var framkvæmdaáætluninni breytt og G fellt niður, en þó ekki alveg.
Eins og þið vitið þá settum við upp litla tunnu við hliðina á ruslagámnum og báðum ykkur að henda flöskum í hana, margir, þó ekki nógu margir hafa gert þetta og nú uppskerum við, við seldum flöskur og eigum 15.000.- kr og keyptum 2 grenitré fyrir afraksturinn.
Nú veit ég að þau ykkar sem hafið hent flöskum og dósum í gáminn dauðsjáið eftir því og munuð EKKI gera það í framtíðinni, en batnandi manni er best að lifa og áfram dósasöfnun. Megi dagurinn verða okkur öllum ánægulegur.
Ég veit af reynslunni að það þíðir ekkert að biðja ykkur að melda ykkur inn út af pylsuinnkaupum, því geri ég það ekki núna….)).