Það hafa örugglega allir tekið eftir að vindpokinn hefur orðið minni og minni þann tíma sem hann hefur verið uppi, meðlimir fimleikafélagsins tóku því að sér að setja upp nýjan poka enda sá gamli orðinn ansi illa farinn sérstaklega eftir vindinn en fuglarnir fóru algerlega með „lookið“ þegar þeir tóku lágflug yfir pokann og skitu á hann og því ekkert annað að gera en að skella þeim nýja upp.
Svona í trúnaði þá var gott að enginn náði mynd af æfingunni því ýmsar aðferðir voru notaðar til að ná toppnum
Öll hjálpartæki eru notuð við uppsetningu vindpoka, léttar tröppur sem báðir meðlimir fimleikafélagsins geta klifið,
stöng til að þrýsta á þann sem ofar er
Góða tækni til að nota við móttöku efna
Nú geta allir virt þann nýja fyrir sér og báðir fimleikameðlimir heilir, Takk HG og GMN