Kerhraun

Stuttar sumarfréttir úr Kerhrauni í byrjun júlí

Fréttaritari hefur ekki haft mikinn tíma til að koma einhverju á blað, hvað þá á síðuna okkar, því er kominn tími til að skrá niður það sem hefur verið að gerast í Kerhrauninu. Júní var kaldur framan af og gróður var seinn af stað en í þriðju viku júní komu nokkrir góðir dagar og þá var ekki að sökum að spyrja, brunin þutu út og það tók aðeins rúma viku að sjá allt verða grænt, þó er villti víðirinn enn að vakna til lífsins. Hvað sem öllu líður þá er brosað út að eyrum þegar allt er orðið svona fallegt í Kerhrauninu okkar.

Framkvæmdir hófust um 20. maí með undirbúningi girðingarvinnunnar við Hæðarendalæk en það var annað stóra verkefni ársins, gekk það mjög vel og ekki vitað annað en lækjarfólkið sé sátt, síðan var hitt stóra verkið sem var vegurinn en þar er eins og allir vita „fræsingur“ settur á hluta vegarins og tókst vel til, félagsmenn voru beðnir um að aka á 30 en það er nú eins og það hafi nú ekki allir getað og „Amma myndar“ hefur þurft að elta upp þó nokkra ökuþóra sem sögðust ekki hafa séð skiltin, verið að flýta sér, orðinn of seinn í golf, til hver ? og annað eftir því. Þetta er eins og áður hefur komið fram frekar óþolandi og ekki kemur þetta niður á neinum nema okkur sjálfum, sjá má afleiðingar hraðaksturs við beygjuna hjá formanninum er þar er vottur af þvottabretti.

Til að standi í skilum við það fólk sem við eigum viðskipti við verðum við að greiða framkvæmdagjaldið og það hefur stærsti hluti gert en þó er það alltaf sama fólkið sem þarf að ýta við og er það hið leiðinlegasta vinna.

Svo eru það skemmtilegar framkvæmdir, í þetta skipti eru þær þar sem „Bláa húsið“ stóð, þar er að rísa hið glæsilegasta hús og verður til mikillar prýði enda lóðin ein og sér algjört yndi og smiðirnir eru alltaf að.

Margir félagsmenn hafa gróðursett heilmikið og þegar aðeins þetta eina ár er tekið þá fóru allavega 400-500 tré niður og ekki verður það leiðinlegt að hlaupa um í skóginum í framtíðinni.

 

bla

 

gmn