Kerhraun

Stjórnarfundargerðir er gott að lesa

Kerhraunarar eiga auðvelt með að fá upplýsingar um starf félagsins en þurfa þó stundum að bera sig eftir þeim, það eru stundum nokkuð sérstakar afsakanir fyrir ógreiddu gjaldi sem gjaldkeri fær að heyra þegar hann stendur í innheimtu framkvæmdagjaldanna. Það er eiginlega ekki hægt að ímynda sér lóðareiganda sem átt hefur lóð í Kerhrauni til fjölda ára kvarti yfir að hann hafi ekki heimabanka, fá ekki tilkynningar, hafi aldrei fengið ítrekanir, viti ekki fyrir hvað hann er að borga, hann eigi ekki eignina og gjaldkeri sé ósvífinn í meira lagi og óhefluð.

Viðkomandi er skráður eigandi, er á email lista en hefur þó eitt sér til málsbóta, hann hefur ekki getað tekið við bréfum í skráðu heimilisfangi, æ, æ nú kemur það besta, hann er með skráð lögheimili hjá fólki sem sem kannast bara ekki við manninn. Á Íslandi er nefnilega hægt að skrá sig hjá hverjum sem er og það verður að segjast að við erum heppinn að eiga lögveð í lóðir en hundleiðinlegt að standa í þessu stögli.

Lesið fundargerði á innraneti.