„Gamli formaðurinn“ (hann er sko orðinn fimmtugur) er kominn til landsins og brá sér austur fyrir fjall í morgunsárið og við honum blasti þessi hræðilega sjón.
Snjórinn sem kom sl. föstudag hefur verið svo blautur og orðið svo þungur að hann sligar bókstaflega trjágróðurinn niður í jörðu.
Það væri ráðlegt fyrir þá sem vilja hjálpa trjánum að losa þau aðeins upp ef hægt er svo næsti snjór brjóti þau hreinlega ekki.
Aðrar fréttir eru þær að í dag er varla fólkbílafæri en það á að moka í dag til að reyna að hreina klakann af veginum svo hann eigi meiri möguleika á að þyðna í komandi rigningu.