Kerhraun

Snjómyndir frá 20. febrúar 2016 – Vindpoki stífur eður ei

Þegar sólin stráir geilsum sínum inn um svefnherbergisgluggann eldsnemma morguns þá eru fyrstu viðbrögð þau að stökkva á fætur og gá til veðurs, eðlilegt eða ekki, að mínu mati já. Aftur á móti er maðurinn minn á því að þetta sé ekki nóg og sjálfsagt hefur hann rétt fyrir sér, þegar hann spyr mig „ertu búin að kíkja í myndavélina?“ og ég segist vera að ræsa tölvuna þá er alltaf spurt “ hvernig er vindpokinn?“.

Jú, hann er beinstífur ýmist til hægri eða vinstri og það þýðir að það er hvasst, en hversu hvasst þarf að vita. Þegar hann er stífur þá eru 7+ m/sek en aftur á móti ef örlítill slaki er á honum þá er milli 5 og 7m/sek og svo koll af kolli í algjört logn. Þetta er ágætt að vita finnst mér…))) þó ég þykist ekki muna þetta alltaf þegar spurt er.

Laugardaginn 20. febrúar var gluggaveður ágætt, vindur stífur, því setti ég þrýsting á minn mann að kíkja aðeins austur. Við vorum ekki komin nema upp á Sanskeið þegar skafrenningurinn byrjaði, heiðin bálhvöss og ég komin með smá í magann að vera að fara út í einhverja óvissuferð. „Þetta vildir þú“ heyrðist sagt, „við reynum nú að vita hvað við komumst“.

Það er óhætt að fullyrða að það er hávetur á Íslandi og eftirfarandi myndir er gaman að eiga þegar minnið bregst manni um hvernig veturinn var í febrúar 2016.

IMG_2740

IMG_2772

IMG_2742

IMG_2741

IMG_2744

IMG_2746

IMG_2747

IMG_2748

IMG_2753

IMG_2754

IMG_2765

IMG_2768

IMG_2771

IMG_2773

Já, það eru allavega nokkrar vikur í að veturinn láti sig hverfa en það er þó allavega tilhlökkunarefni.