Kerhraun

Skráning fyrir tengigjaldi eða tengiréttargjaldi er hafin

Loksins er sú stund runnin upp kæru KERHRAUNARAR að fá staðfestingu frá ykkur hvort þið viljið fá hitaveitu.

Þau ykkar sem ætla að skrá sig fyrir tengigjaldi eða tengiréttargjald eruð vinsamlegast beðin að senda tölvupóst á hanseina@icelandic.is með staðfestingu á vali ykkar.

Á heimsíðu félgsins verður SKRÁNINGARGLUGGI sem sýnir fjölda þeirra sem skráð hafa sig fyrir annarvegar fyrir tengigjaldi og hins vegar tengiréttargjaldi og verður SKRÁNINGARGLUGGINN uppfærður um leið og svarpóstur berst.

Tímatakmörk verða á könnuninni og mun hún standa til 15. mars nk.

Þegar tímamörkin eru liðin verði þeir sem hafa skráð sig boðaðir á fund þar sem frekar verður farið í málin,  s.s. að athuga með að leita tilboða í þá verkþætti sem hver og einn þarf að láta gera hjá sér, heimtaug, tengigrindur og fl.

Á fundinum verður formlegt skráningareyðublað þar sem lóðarhafi undirritar.

Stjórnarfólk og þeir aðilar sem unnið hafa að þessu verkefni ríða hér með á vaðið með skráningu í skráningarglugganum hér til vinstri.

Það er bjargföst trú þeirra að af þessu verði og hér með er skráning formlega hafin.
 
Allir sem mögulega geta séð sér færi á að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni skrái sig því eins og þið öll vitið þarf lágmarksfjölda til að af þessu verði.

Þið eruð eindregið kvött til að lesa nýjar uppfærðar glærur sem settar hefa verið inn á heimsíðuna.