.
Stundum er erfitt að láta hlutina ganga upp þrátt fyrir mikla skipulagningu en það er margt sem við mannfólkið ráðum ekki við og í aðstæðum sem slíkum þá verður að halda jafnaðargeði. Svo er sú staðreynd að þegar góðir dagar koma og sólin skín þá eigum við það til að gleyma að það er kannski ekki kominn rétti árstíminn til vissra verka.
Við ætlum að láta hlutina ganga upp og gerum okkar besta en þá er gripið inn í og allt fer á hvolf.
Mig langar að fara yfir nokkur atriði sem gerðust á síðustu tveimur vikur, allir vita um um moldarafhendinguna sem voru 42 sekkir, síðan fóru tré að renna í hlað og þeir sem höfðu lagt inn pöntun þeim var reynt að sinna, jú hvað gerðist ég rembdist eins og rjúpa við staur að rogast með tré og hviss hvass búmm ég svaf ekkert um nóttina fyrir verkjum fyrir brjósti og síðan út í vinstri handlegg. Auðvitað segja allir ó!!! þetta gæti verið hjartað og það hélt ég líka, bjalla á Selfoss og útskýri ástandið, KOMA STRAX er sagt í símann og láttu einhvern keyra þig. Hvað ég er ein heima svo ég segist koma sem ég og geri. Bráðadeildin, mælingar, niðurstöður, EKKI HJARTAÐ. OK great þá fer ég heim, nei það þarf að skoða þetta og niðurstaða er „getur þú hafa ofreynt þig“?. Ég var að hugsa um að ljúga en sagði eins og var og læknirinn horfir á mig og segir „Þú þarft að hvíla þig í 3 daga“. OK flott segi ég, fer fram og borga, þaðan út í bíl og ákvað á leiðinni heim að þetta yrði besti dagur lífs míns og ég ætlaði að njóta hans sem ég og gerði.
Í hvíldinni fer ég á stjá og hitti nágranna minn hann Kjartan og hann segir mér að Kolla konan hans hafi þurft að leggjast inn á spíltala, seinna sama dag fæ ég fréttir af því að Regína hafi verið lögð inn á spítala, elsku Kerhraunskellurnar. Nú daginn eftir fæ ég þær fréttir að Fanný okkur kæri formaður hafi verið lögð inn á spítala líka. Hugsið ykkur 3 Kerhraunskonur allar á spítala.
Held þær séu allar komnar heim, við sendum þeim batakveðjur með þessum fallegu túlipönum og hlökkum til að sjá þær fljótt aftur í Kerhrauninu.
Nú hvað tók svo við, það rignir, rignir og rignir og plönin um afhendingu trjáa rennur niður um niðurfallið og ekki nóg með það heldur þarf að breyta G&T degi í T dag. Auðvitað pirrandi en ekki óyfirstíganlegt og því verður bara að vinna í öðrum verkum og allur föstudagurinn fer í að snúa öllum plönum við. Þetta varð til þess að ég heyrði ekki í Vegamálastjóranum þann daginn en í morgun laugardaginn 30. maí þá fæ ég þær fréttir að hann hafi verið lagður inn á spítala. Morguninn byrjar ekki vel og maður spyr sig hvort þetta sé nú ekki að verða gott. Eftir sólarhring á spítala er hann kominn heim og eins og með alla hina sjúklingana þá viljum sjá hann fljótt aftur.
En byrjum á því að sjá mynd af 30 ára gamalli Ösp sem varð fyrir eldingu á Snæfoksstöðum, takið eftir innviðnum, alls ekki ólíkt mannslíkama þar sem allt er svo óútreiknanlegt.
Nú er loksins komið að því að segja frá T deginum og þeim sem komu að öllum þessum verkum er þakkað kærlega fyrir og hér að neðan má sjá myndir af fólkinu og þeim verkum sem þau unnu sem vel.
Ómar, Guðný blómadrottning og barnabörn sáu um að setja sumarblómin niður.
Þau fögnuð Tótu mikið þessi tvö
Fallegt
Hér eru „Blómadrottningarnar“ sameinaðar á ný
Viðar sá um að laga undirstöðuna á fánastönginni.
Óli, Elín, Viðar og Finnsi sáu um að skrúfa saman bekkina sem fara eiga „Útí móa“ og í „Gilið“.
Hér að neðan má svo sjá hvernig Frú Formaður skreytir sitt land með sínum bekk og krúttin tvö sem hún gróðursetti (HG sko)
Lárus og Elísabet sáu um að rétta Kerbúðina af sem varð rammskökk í vetur
Óli, Viðar og Finnsi sáu um að laga skiltið sem er efst í brekkunni við grindarhliðið.
Fanný sá um myndatöku og bið ég ykkar taka eftir hversu tækniáhuginn hefur stigið um 1000% á síðustu árum.
Tóta sá um keyra milli vinnusvæða á matarvagninum og splæsti Coke og Prinz Póló á liðið.
Í gámnum eru fötur undir lífrænt sem GOGG gefur og þeir sem vilja nálgast þær geta farið og náð sér í.
Muna bara að kvitta fyrir móttöku.
Stjórn vill þakka þeim Kerhraunurm sem sáu sér færi að vinna fyrir félagið þeirra framleg er mikils metið og höfum það hugfast að lífið er yndislegt og þess vegna á að njóta hvers dags eins og auðið er.
Í framhaldi af öllu þessu þá vonandi tekst Skógræktinni að afhenda öll tré í næstu viku svo Kerhraunið megi halda áfram að taka stakkaskiptum milli ára í fegurð og ég reyni að standa mig í að upplýsa ykkur.