Kerbúðin hefur vakið athygli og margir hafa lagt leið sín þangað til að versla, jafnvel aðkomufólk þekkir búðina og margir hafa lagt við rafhliðið og labbað í búðina til að kaupa. Næsta helgi er síðasta opnunarhelgin og því hefur „Mamma terta“ ákveðið að bjóða upp á bökunarþema á laugardeginum og nýtur hún aðstoðar mömmu sinnar sem er ekki síðri terta….)).
Þær mæðgur ætla að poppa upp stemminguna í eldhúsinu í sveitinni og baka kökur, pönnukökur, kleinur og ekki má nú gleyma vöfflunum sem verða tilbúnar þegar „Barna Ólympíuleikunum“ lýkur og því þarf að vera með tímasetningu á hreinu. Ekki má gleyma að það er ýmislegt fleira sem fæst í búðinni og vonandi gefið þið ykkur tíma til að kíkja. Tóta á þakkir skilið fyrir hennar framlag í okkar góða krúttlega samfélagi.
Það er ekki öllum allt til lista lagt og það verður að segjast eins og er að fréttaritarinn er eiginlega alsæl að hún var ekki fengin í verslóverkið…))