Þrátt fyrir að októbermánuður sé skollinn á þá skarta skrautlúpínur þeirra hjóna Auðar og Steina sínu fegursta, til gamans má geta þess að þessum fræjum var sáð í vor og mikill spenningur hefur ríkt hjá fjölskyldunni um hverning myndi nú til takast, enda Steini mikill áhugamaður um sáningu.
.
.
.
Nú er bara að halda áfram að sá og við hin tökum ykkur til fyrirmyndar, byrjum líka í vor og fyrr en varir verður komin mikil litadýrð í Kerhrauni.