Í nokkur ár hafa Fanný og Hörður vaknað við fuglasöng eða hlunk þegar hrafninn skellur sér á þakmæninn en nú hefur orðið breyting á og eitt nýtt dýrahljóð bæst við og það er me me ið.
Blessaðar rollurnar sem uppgötvað hafa hlaupabrautina meðfram girðingunni hlaupa nú þar af miklum móð af sér spikið í morgunsárið og jarma með reglulegu millibili og það er þá sem jarmið virkar eins og verkjaraklukka fyrir þau hjón og hlýtur að vera sjarmerandi að vakna við me me ið.
Eins og sjá má á myndunum hér að neðan eru þær ákveðnar og einbeittar.
Það skemmtilega í þessu er að þær eru réttu megin við girðinguna og það viljum við.