Lokafrágangur við skilti 9. september 2009

Laugardagurinn 9. september rann upp bjartur og fagur og því var ekki til setunnar boðið að klára næst síðasta verk ársins sem var að koma skiltinu fyrir. Hans Einarson, Elfar J. Eiríksson og Guðfinnur Traustason skelltu sér í  Kerhraunið, kláruðu verkið með stæl en ekki má gleyma  Guðbjarti Greipssyni sem var á leið tll Tenerife en gaf sér samt tíma til að aðstoða Guðfinn við staurana í byrjun.

Svona til upprifjunar og líka að stríða Hans og Smára AÐEINS, þá var það fyrir nokkrum vikum að þeir félagar steyptu undirstöður fyrir skiltið og þeir höfðu orð á því að formaðurinn hefði fært þeim bjór Í LOKIN. En eins og sjá má á mynd nr. 3 þá heldur Guðrún að þeir hafi fengið bjórinn miklu fyrr en þeir sögðu. Sorry, strákar en þetta gerði ekkert til því það voru svo margar sagir með í bílnum.

Það var öll möguleg og ómöguleg tækni notuð við að gera verkið fullkomið meðal annars kom Gula flugan að góðum notum við að gera hallmálið ánægt en uppskar það að sitja föst utan vegar, en henni  var reddað með smá hjálp.

Allavega, skiltið er komið upp og góður endi á góðum degi var sá að Sóley og Gunni buðu öllum í kaffi, vöfflur og annað meðlæti að hætti Sóleyjar.

Það er von stjórnarmanna að KERHRAUNARAR verði ánægðir með skiltið.

Þakkir til þeirra sem komu að verkinu, þeir stóðu sig vel að vanda.

 

 

.

Þetta munar ekki neinu – Hvað eru 7 cm á milli vina?
.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

.
Eru á leið í veiði
fáum örugglega reyktan eða grafinn lax ef við kíkjum til þeirra..))
.