Gróðursetningar- og tiltektardagurinn rann upp bjartur og fagur enda orðin hefð fyrir því að veðrið skarti sínu fe
Gróðursetningar- og tiltektardagurinn rann upp bjartur og fagur enda orðin hefð fyrir því að þegar Kerhraunarar hittast að veðrið skarti sínu fegursta. Í þetta skiptið skipulögðu daginn Sóley, Anna María, Torfi og Steini og eiga þau þakkir skilið fyrir þeirra frábæra framlag.
.
Markmiðið með þessum degi var tvíþætt, hreinsa svæðið og gróðursetja plöntur en þar sem svæðið er mjög snyrtilegt þá lá eingöngu gróðursetning fyrir. Smári byrjaði um 10:00 að grafa holurnar en í ár var gróðursett ar 20 aspir og 20 stafafurur var hafist handa við gróðursetninguna og myndirnar hér að neðan tala sínu máli hvernig til tókst. Takk fyrir gróðursetningarlið.Á slaginu kl.11:00 fór fólk að drífa að úr öllum áttum
Við lukum svo góðum degi með því að grilla saman og auðvitað vara skálað fyrir Garðari sem splæsti bjór á okkur og honum þökkuð þessu himnasending.
Ég þori að fullyrða að allir fóru til síns heima sælir og glaðir.