Aðalfundur Landssambands sumarhúseigenda var haldinn 27. apríl. Lögð var fram áskorun til stjórnvald eftirfarandi.
„Aðalfundur Landssambands sumarhúsaeigenda haldinn 27. apríl 2016 skorar
á stjórnvöld að fella niður skatta af söluhagnaði frístundahúsa.“
Landssambandið beitti sér fyrir breytingu á lögum um tekjuskatt að því er varðar skattlagningu söluhagnaðar sumarbústaða þannig að um skattlagningu hans gildu sömu reglur og gilda um skattlagningu söluhagnaðar af íbúðarhúsum. Ávallt hefur landssambandið fengið neitun eða erindi landssambandsins ekki svarað. Þrátt fyrir ítrekaðar óskir að fá að ræða við núverandi fjármálaráðherra og fylgja þessu máli eftir höfum við ekki fengið áheyrn hans. Nú síðast voru í bréfi ráðuneytisins færð fram þau rök að það hafi verið meginregla að ágóði af sölu eigna sé skattskyldur og lagareglur um skattalega meðferð af íbúðahúsnæði í eigu manns séu undantekning frá þessari meginreglu að tilteknum skilyrðum tímamarka og heildarrúmmáls uppfylltum. Svo er það rökstutt með því að skattprósentan sé nú 20% en var áður um allt að 40% eins og af öðrum atvinnutekjum.
Benda má á að í lögum um tekjuskatt eru fullt að undantekningum frá meginreglum þeirra, t.d. sala bónda á bújörð sinni enda afli hann sér íbúðarhúsnæðis innan tveggja ára en söluhagnaður af sölu þeirrar íbúðar tveimur árum seinna verður skattfrjáls, svo og má nefna að frá árinu 2015 lýtur söluhagnaður íbúðahúsnæðis úr dánarbúi manns sömu undantekningarreglu, svo ekki sé minnst á skattfrelsi söluhagnaðar af sölu bifreiða.