Kerhraun

Konudagurinn er á sunnudaginn, 23. febrúar 2014

Nú er þorrinn að klárast, eins og öllum er í fersku minn er bóndadagurinn nýbúinn en hann er jafnan upphaf þorrans. Nú er komið að konudeginum og þá lýkur þorra og góa hefst.

Kvenþjóðin hefur alltaf verið hvött til að vera sérstaklega góð við karlana sína, sérstaklega á þorranum og við það stóðum við.

 

rosir

 

Nú er röðin hins vegar komin að karlmönnunum að sýna hvað í þá er spunnið svo ekki verði um villst að þeir séu rómantískir fram í fingurgóma. Líkt og með þorrann þar sem hefð er fyrir því að honum sé fagnað þá er það líka góður siður að fagna góu sem konudagurinn markar upphaf af enda færi hún okkur vaxandi birtu og býður innganginn að vorinu.

Kerhraunskarlar, munið eftir konunni ykkar og þið megið líka muna eftir fleirum konum sem standa ykkur nærri.