Eitt af verkum G&T dagsins var að lagfæra Kerbúðina sem hafði fengið að kenna á því s.l. vetur, norðanvindar djöfluðust á bakhlið hennar og að lokum gat hún bara ekki staðið í þessu lengur og gaf sig aðeins með þeim afleiðingum að Kári náði að skekkja hana, þó ekki nóg til þess að hún steyptist fram yfir sig.
Henni var sem sé komið til bjargar og þeir sem það gerðu voru Ómar og Gunni, það verður að segjast eins og er að betri menn hefði hún ekki getað fengið og fyrir hennar hönd þakkar fréttaritari þeim innilega fyrir enda höfðu menn og konur orð á því hversu mikið þeir dútluðu við hana…)))
Hér eru þessir góðu menn, Gunni og Ómar sem nú eru Kerbúðarvinir nr. 1
Héðan í frá fer engin mús í vörur búðarinnar
Það eru greinilega mikil heilabrot í gangi – enda vandasamt verk sem unnið er að
Þetta gæri alveg verið atriði úr „Fiðlarinn á þakinu“ eða „Smiðnum á Kerbúðarþakinu“….)
Svona fer viðhald fram og enginn skal vanmeta svona verk því þau voru ófá handtökin sem þessir tveir inntu af hendi og útkoman var eftir því.
Það má ekki gleyma því að gróðursett voru sumarblóm eins og vanalega og í ár tók Guðný að sér að sjá um verkið sem hún vann af mikilli alúð og takið eftir blómunum þegar þið komið næst í Kerhraunið.
Takk innilega fyrir ykkar frábæru vinnu, Guðný, Gunnar og Ómar