Kerhraun

Jólakveðja 2023

Kæru Kerhraunarar!

Nú er aðventan gengin í garð og það styttist í sjálfa jólahátíðina og áramótin. Fyrir hönd stjórnar sendi ég ykkur og fjölskyldum ykkar kærar jóla- og áramótakveðjur.

Það hefur skapast sú hefð hjá mörgum okkar að heimsækja staðinn á þessum árstíma. Jafnvel dvelja í Kerhrauni um jól eða áramót og njóta fegurðar og kyrrðar í sveitinni. En eins og alltaf ráða veðurguðirnir miklu um það hvort við getum látið þann draum rætast. Ég vil því hvetja alla sem hafa hug á að fara í Kerhraunið nú í desember að kynna sér vel veðurspár og muna að við þurfum að vera á vel útbúnum bílum. Eins og áður hefur komið fram stefnum við á að halda opnu um hátíðarnar, þ.e. moka ef með þarf og veður og veðurspá er hagstæð – föstudaginn 22. des. þriðjudaginn 27. des. og mánudaginn 2. jan.

f.h. stjórnar í Kerhrauni
Hörður Gunnarsson, formaður