Staðarhaldarinn okkar hún Sóley var svo sæt að senda nokkar myndir sem teknar voru í dag í blíðskaparveðri, það eru ekki margir dagar svona fallegir og ekki skemmir að það á að fara að moka á eftir svo þeir sem huga á ferð í Kerhraunið ættu að skella sér í þessari blíðu.
Gerist ekki mikið fallegra en þetta
Elli og Sigga ættu að drífa sig í sveitina og njóta
Gunna missir sig þegar hún sér þessa mynd það er öruggt
Fuglarnir hafa það gott hjá Gunna og Lúlli fær fiðring þegar hann sér húsið sitt
Þessi er verðlaunamynd
Svona í lokin, þá er það ósk stjórnar að þið getið notið þess að skreppa í sveitina til að huga að húsum ykkar, svo kemur rigning á morgun og þá gæti nú orðið gaman ef hálkan verður einhver að ráði.