Kerhraun

Hjá Sóley og Gunna – undirbúningur fyrir hitaveitufögnuð

Þeir sem þekkja til þeirra hjóna vita að allt frá því að þau keyptu lóðina sína í Kerhrauni hafa þau verið í fararbroddi að bjóða fram aðstoð sína, vinnuframlag og bústaðinn sinn til afnota fyrir ýmiss tilefni.

Í þetta skipti buðu þau öllum þeim sem yrðu í Kerhrauni þegar hitaveitan yrði tekin í notkun að koma í bústaðinn til þeirra og njóta þessa merka dags. Þar þáðu Kerhraunarar kaffi og vöfflur sem voru í boði félagsins og meðfylgjandi myndir eru teknar að morgni 18. sept. þegar verið var að þeyta rjómann og búa til vöffludeigið.

 


.
KERHRAUNAR allir sem einn þakka ykkur innilega fyrir allt

 


:

.

 


:

Við erum þrjár í Kerhrauni að hræra í vöfflurnar
þær Rut og Sóley kunna það
.

en Gunna kann það ei
.
Ofangreindar línur skal syngja með laginu
„Við erum tvær úr Tungunum“