Hitaveita – framhald

ENN VERÐUR ÁFRAM HÆGT AÐ SKRÁ ÞIG FYRIR HITAVEITU þó formlegri skráningu á vilja KERHRAUNARA til þess að fá hitaveitu 2010 sé lokið, því lágmarks þátttöku þurfti til og okkur tókst það.

28 skráðu sig fyrir tengigjaldi, 6 fyrir tengiréttargjali og því allt útlit á því að hitaveitan komi til okkar í sumar.

Næstu skref eru þau að farið verður í þá vinnu að setja upp drög að samningi við Sigurð á Hæðarenda.

Reynt verður að hraða þeirri vinnu eins og hægt er, en vanda þarf til þessa verks og mörg atriði sem þarf að huga að.

Er vonast til að hægt verði að klára þessa vinnu og boða til fundar í lok mars þ.e. fyrir páska.

Takk fyrir KERHRAUNARAR