5.-6. október 2013 í Kerhrauni var eins og að vera í tveimur heimum

Svo sannarlega minnti laugardagurinn 5. október á sig, minnti mann á að veturinn væri kominn og það væri útilokað að það yrði aftur blíða fyrr en í vor, það var norðanstrekkingur og 2 stiga hiti og sú sem þetta ritar fékk að finna fyrir þessu því naglakulið var að drepa mig meðan við hjónin vorum að rembast við að klára að setja gluggakarmana í fyrir veturinn.

Blá úr kulda fórum við upp í kúlu að loknu dagsverki, þegar við vöknuðum á sunnudagsmorguninn var komið 2 cm frostlag á tjörnina, því var ráðið að hella sér upp á kaffi og taka því rólega.

Viti menn, klukkan 10:00 þá dettur allt í dúnalog og sólin braust fram og það er alveg óhætt að fullyrða að þetta varð einn besti haustudagur ársins 2013.

 

Sunnudagsmorguninn 6. október 2013