Kerhraun

Haustgróðursetning í Kerhrauni 2014

Mörg ykkar kannast við að hafa fengið tölvupóst þar sem ykkur var boðið upp á plöntukaup með 30% afslætti þó í takmörkuðu magni.

Upphaf þessa tölvupóst var það að Tóta fór í Kerhraunið í miðri viku og á leiðinna sló hún til og keypti 8 sitkaelri og setti mynd á fésið, þar rak Gunna augun í myndina og kolféll fyrir trjánum. Það er svona með eldri konur að þegar þær hætta að kikna í hnjáliðunum við að sjá flotta stráka þá tekur stundum eitthvað annað við og í þessu tilfelli má Gunna ekki sjá fallega plöntu þá kiknar hún í hnjáliðunum.

Hver aðgerðin af annari var framkvæmd og loksins voru samningar í höfn og ekkert annað að gera en að bjóða Kerhraunurum að njóta, ekki skemmdi fyrir að þeir áttu ekki að þurfa annað en að kaupa og fá plönturnar heim á hlað til þín, þó ekki hafi þess verið getið í tölvupóstinum.

Skemmst er frá því að segja að það sem í boði var seldist og þá var komið að því að plana flutninga, Tóta og Gunna voru ákveðnar í því að „Gula flugan“ væri rétta tækið í flutningana og því tók Finnsi að sé að kenna frúnni hvernig á að hlaða kerru.

Laugardagsmorguninn 30. ágúst rann upp og úti var úrhellisrigning, við konurnar tilbúnar í slaginn og því var ekkert annað en að renna úr hlaði. Skemmst er frá því að segja að 109 tré var það magn sem komast þurfti í kerru og bíl, þar af 4 tré milli 2,5-3 mtr. Plöntusali var samt ekki í vafa að þetta tækist og hafist var handa við hleðsluna.

Myndirnar tala sínu máli og gaman að geta þessa að síðasta aðgerð í hleðslunni var að Tóta settist í bílinn og Gunna hlóð trjám milli fóta hennar og í fang, svo var brunað aftur í Kerhraunið þar sem eigendur fengu tré afhent og nú eru 109 nýgróðursett tré í jörðu.

IMG-20140830-00668
Hver vill ekki eiga svona „bjúdí“ ? – auðvelt að skilja Gunnu núna og máttleysið í hnjáliðum hennar

IMG-20140830-00669

Fótaburðurinn frábær miðað við smá kraftleysi sem var  í gangi

IMG-20140830-00670
Tótu fannst stígvélin glæsileg held ég eða er það uppstillingin

IMG-20140830-00666

Svona Tóta komdu þér inn í bílinn því ég þarf að klára að hlaða hann…)))

20140830_114319

Það er blómlegt og blaðfallegt milli fóta Tótu

20140830_114302
Gunna alsæl

20140830_114311
Svo var haldið af stað en ekki var nú útsýnið mikið svo það var bara að nota hliðarspeglana

Skemmtileg ferð og ekki skemmdi veðrið fyrir, það hætti að rigna og alveg framundir miðnætti var veðrið alveg dásamleg.